Styrkjandi viðgerðar-djúpnæring
Ef hárið er mjög þurrt. Mikið efnameðhöndlað hár þarfnast meiri næringar. Styrkjandi djúpnæring, hugsuð fyrir þurrt og skemmt hár. Gerir við og verndar gegn frekari skemmdum.
NOTKUN: Takið mestu bleytuna úr hárinu. Berið vel í hárið og leggið mesta áherslu á skemmdu svæðin. Látið bíða í 2-3 mín og skolið vel. Til þess að fá enn meiri virkni, setjið í hita, látið bíða í 10 mínútur og skolið vel. Hárið tekur upp sinn fyrri ljóma með auknum styrk.


